Handbolti

Arnór markahæstur í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í leik með FCK.
Arnór Atlason í leik með FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson

FCK tapaði í gær mikilvægum leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

FCK tapaði þá fyrir Álaborg á útivelli, 32-25. Arnór Atlason var markahæstur í liði FCK með sjö mörk.

Þá skoraði Gísli Kristjánsson fjögur mörk fyrir Nordsjælland sem vann tíu marka sigur á Team Tvis, 31-21.

Úrslitakeppnin í Danmörku fer fram með þeim hætti að átta efstu lið deildarinnar skiptust í tvo riðla. Sigurvegararnir úr riðlunum tveimur mætast svo í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn.

Í fyrri riðlinum er Kolding í efsta sæti með sjö stig en Nordjælland og Bjerringbro-Silkeborg koma næst með fjögur stig hvort. Team Tvis er án stiga í neðsta sæti.

Í hinum riðlinum eru Álaborg og FCK að berjast um efsta sætið. Álaborg er nú í efsta sæti með sjö stig en FCK er með sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×