NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel Óskar Ófeigur JónssonDerrick Rose skrifar 31. október 2010 11:00 Derrick Rose í leiknum í nótt. Mynd/AP Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99 NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99
NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira