Massa: Búumst til varnar gegn McLaren 14. apríl 2010 14:47 Felipe Massa er í forystu í stigakeppni ökumanna á Ferrari. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira