Fótbolti

Norðurlöndin velja knattspyrnumenn ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Zlatan Ibrahimovic var valinn knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð í fimmta sinn á ferlinum en þetta var tilkynnt í gær. Enginn hefur oftar hlotið þennan titil.

Ibrahimovic var einnig valinn árin 2005, 2007, 2008 og 2009 en hann er nú á mála hjá AC Milan á Ítalíu og skoraði sigurmarkið í grannaslagnum gegn Inter um helgina.

Sami Hyypiä var valinn knattspyrnumaður ársins í Finnlandi og það í níunda sinn á ferlinum. Þar með jafnaði hann met Jari Litmanen.

Hyypiä leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en lék lengi með Liverpool á Englandi.

Dennis Rommedahl, leikmaður Olympiakos í Grikklandi, var valinn knattspyrnumaður ársins í Danmörku í annað sinn á ferlinum. Hann hlaut flest atkvæði, 41 prósent, í kjöri sem almenningur tók þátt í.

Í Noregi var Brede Hangeland, leikmaður Fulham, valinn leikmaður ársins annað árið í röð. Hann tók við sínum verðlaunum í hálfleik bikarúrslitaleiks Fredrikstad og Follo um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×