Fótbolti

Follo sló Rosenborg út úr norska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rosenborg-liðið komst öllum að óvörum ekki í bikarúrslitaleikinn.
Rosenborg-liðið komst öllum að óvörum ekki í bikarúrslitaleikinn. Mynd/AFP
Norska b-deildarliðið Follo er komið alla leið í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar eftir að hafa unnið topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Rosenborg, í framlengdum undanúrslitaleik í dag. Follo vann leikinn 3-2 eftir að staðan var 2-2 eftir 90 mínútur.

Follo er í fallbaráttu í b-deildinni og er 30 sætum neðar en Rosenborg sem er á góðri leið með að tryggja sér norska meistaratitilinn annað árið í röð.

Mads Clausen skoraði sigurmark Follo á 115. mínútu en Rosenborg komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma þar af var liðið komið í 1-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Follo mætir annaðhvort Strømsgodset eða Odd Grenland í úrslitaleiknum en sá undanúrslitaleikur fer fram seinna í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×