Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 06:30 Helga Margrét. Fréttablaðið/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada. Innlendar Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada.
Innlendar Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira