Máttur Indlands eflist í Formúlu 1 13. apríl 2010 13:55 Adrian Sutil og Lewis Hamilton börðust af kappi í síðustu keppni og það sýnir styrk Force India. Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay. Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay.
Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira