Sölvi: Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2010 07:30 Sölvi er hér lengst til vinstri á æfingu landsliðsins í gær. Fréttablaðið/Valli Sölvi Geir Ottesen verður væntanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum en leikurinn hefst klukkan 19.30. Sölvi Geir er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem leikmaður FCK frá Kaupmannahöfn en hann hefur byrjað vel með dönsku meisturunum á þessu tímabili. „Við erum ekki búnir að tapa leik, erum á toppnum í dönsku deildinni og erum komnir áfram í næstu umferð í Meistaradeildinni. Þetta byrjar vel hjá okkur. Ég er búinn að fá að spila alla leikina og það er búið að ganga mjög vel til að byrja með," sagði Sölvi fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sölvi hefur verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu landsleikjum þar sem Ólafur Jóhannesson hefur getað valið úr öllum leikmönnum. „Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila. Maður verður að gera sitt á æfingunum til að sýna sig fyrir þjálfaranum. Ég er búinn að spila síðustu leiki með landsliðinu en ég veit ekki hvaða hugmyndir hann hefur núna," segir Sölvi. Ísland mætir nú Liechtenstein annað árið í röð í æfingaleik en liðið vann 2-0 í leik liðanna í fyrra. „Það er ekkert lið sem við getum mætt með hálfum hug. Við þurfum að koma hundrað prósent inn í þennan leik til þess að ná sigri. Ég veit voðalega lítið um lið Liechtenstein en við eigum að vinna þetta lið ef við spilum góðan leik," segir Sölvi. Íslenska landsliðið er ekki enn búið að fá á sig mark á þessu ári en leikurinn í kvöld er sá fimmti á árinu 2010. „Það eru ekki bara þeir fjórir öftustu og markmaðurinn sem hafa verið að standa sig vel í varnarleiknum. Allt liðið er að vinna vel saman bæði varnarlega og sóknarlega. Það er vonandi að við höldum áfram þessum sterka varnarleik," segir Sölvi en íslenska landsliðið fékk síðast á sig mark í 1-1 jafntefli á móti Lúxemborg 14. nóvember 2009 eða fyrir 375 spilamínútum síðan. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen verður væntanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum en leikurinn hefst klukkan 19.30. Sölvi Geir er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem leikmaður FCK frá Kaupmannahöfn en hann hefur byrjað vel með dönsku meisturunum á þessu tímabili. „Við erum ekki búnir að tapa leik, erum á toppnum í dönsku deildinni og erum komnir áfram í næstu umferð í Meistaradeildinni. Þetta byrjar vel hjá okkur. Ég er búinn að fá að spila alla leikina og það er búið að ganga mjög vel til að byrja með," sagði Sölvi fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sölvi hefur verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu landsleikjum þar sem Ólafur Jóhannesson hefur getað valið úr öllum leikmönnum. „Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila. Maður verður að gera sitt á æfingunum til að sýna sig fyrir þjálfaranum. Ég er búinn að spila síðustu leiki með landsliðinu en ég veit ekki hvaða hugmyndir hann hefur núna," segir Sölvi. Ísland mætir nú Liechtenstein annað árið í röð í æfingaleik en liðið vann 2-0 í leik liðanna í fyrra. „Það er ekkert lið sem við getum mætt með hálfum hug. Við þurfum að koma hundrað prósent inn í þennan leik til þess að ná sigri. Ég veit voðalega lítið um lið Liechtenstein en við eigum að vinna þetta lið ef við spilum góðan leik," segir Sölvi. Íslenska landsliðið er ekki enn búið að fá á sig mark á þessu ári en leikurinn í kvöld er sá fimmti á árinu 2010. „Það eru ekki bara þeir fjórir öftustu og markmaðurinn sem hafa verið að standa sig vel í varnarleiknum. Allt liðið er að vinna vel saman bæði varnarlega og sóknarlega. Það er vonandi að við höldum áfram þessum sterka varnarleik," segir Sölvi en íslenska landsliðið fékk síðast á sig mark í 1-1 jafntefli á móti Lúxemborg 14. nóvember 2009 eða fyrir 375 spilamínútum síðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira