Umfjöllun: Markasúpa í boði Valsstúlkna á Vodafone-vellinum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. júní 2010 21:45 Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira