Fjölskylda Hannesar Þórs Helgasonar sem fannst myrtur á heimili sínu um hádegisbil á sunnudag, biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um andlátið að hafa samband við lögreglu. Hún þakkar þann samhug sem hún hefur fundið fyrir í kjölfar þessa hræðilega atburðar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá systrum Hannesar sem sýnd verður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Í tilkynningum sem lögreglan hefur sent frá sér vegna rannsóknar málsins hefur hún óskað eftir því að þeir sem telji sig geta gefið upplýsingar um málið hringi í síma 444-1104.