Körfubolti

Keflavík vann fyrsta leikinn á móti Stólunum með 19 stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson. Mynd/Vilhelm
Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Tindastól eftir 19 stiga sigur, 94-75, í Toyota-höllinni í kvöld. Keflavík var með frumkvæðið allan leikinn.

Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu tólf stig eða meira í kvöld en stigahæstur var Draelon Burns með 21 stig. Gunnar Einarsson skoraði 18 stig og Þröstur Leó Jóhannsson kom með 19 stig inn af bekknum. Cedric Isom skoraði 27 stig fyrir Tindastól

Keflavík náði frumkvæðinu í upphafi leiksins en Tindastólsliðið var alltaf skammt undan. Keflavík var 25-22 yfir eftir fyrsta leikhluta þar sem bæði Gunnar Einarsson og Draelon Burns voru með 8 stig hvor.

Munurinn hélst áfram þrjú stig í öðrum leikhluta og Keflavík var 46-43 yfir í hálfleik.

Keflavík bætti aðeins í þriðja leikhluta og var átta stigum yfir, 74-66, í lok hans þrátt fyrir að Cedric Isom setti niður 13 stig í leikhlutanum fyrir Stólana.

Keflvíkingar náðu að hægja á Isom í lokaleikhlutanum og unnu að lokum öruggan 19 stiga sigur þar sem Þröstur Leó Jóhannsson lék lausum hala og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum.

Keflavík-Tindastóll 94-75 (46-43)

Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21 (5 stoðsendingar), Þröstur Leó Jóhannsson 19, Gunnar Einarsson 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 14 (8 stoðsendingar), Uruele Igbavboa 12 (7 fráköst, 3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6, Gunnar H. Stefánsson 3, Sverrir Þór Sverrisson 1.

Stig Tindastóls: Cedric Isom 27 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Donatas Visockis 14 (14 fráköst), Helgi Rafn Viggósson 10 (8 fráköst), Friðrik Hreinsson 9, Axel Kárason 6 (8 fráköst), Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Sigmar Logi Björnsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×