Hamilton vann í dramatískri keppni 30. maí 2010 15:40 Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri. McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum. Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið. Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar. Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu. Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620 2. Button McLaren-Mercedes + 2.645 3. Webber Red Bull-Renault + 24.285 4. Schumacher Mercedes + 31.110 5. Rosberg Mercedes + 32.266 6. Kubica Renault + 32.824 7. Massa Ferrari + 36.635 8. Alonso Ferrari + 46.544 9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650 1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172 2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171 3. Hamilton 84 3. Ferrari 146 4. Alonso 79 4. Mercedes 100 5. Vettel 78 5. Renault 73 6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32 7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri. McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum. Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið. Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar. Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu. Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620 2. Button McLaren-Mercedes + 2.645 3. Webber Red Bull-Renault + 24.285 4. Schumacher Mercedes + 31.110 5. Rosberg Mercedes + 32.266 6. Kubica Renault + 32.824 7. Massa Ferrari + 36.635 8. Alonso Ferrari + 46.544 9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650 1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172 2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171 3. Hamilton 84 3. Ferrari 146 4. Alonso 79 4. Mercedes 100 5. Vettel 78 5. Renault 73 6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32 7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira