Button: Deila Red Bull manna hjápar McLaren 13. júlí 2010 15:49 Jenson Button á verðlaiunapallinum með ökumönnum og framkvæmdarstjóra Red Bull í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull undanfarið muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Webber var ósáttur að Vettel fékk væng undan hans bíl rétt fyrir tímatökun á Silverstone um helgina og svaraði mótlætinu með sigri. Líklegt er þó að öldurnar lægji fljótlega, en Webber og Vettel voru á dögunum ekki sáttir eftir að hafa tapað fyrsta og öðru sæti í keppni í Tyrklandi eftir árekstur. Uppákoman um helgina er því olía á eldinn og verk Christian Horner er að kæla menn niður fyrir næstu keppni. "Þetta (sem gerðist um helgina) þýðir að þeir verða uppteknir af því hvert skal stefna. Samskipti innan okkar liðs eru góð, sama hve fólk talar mikið um hver staðan milli okkar er. Liðsmenn okkar hafa ekki áhyggjur af því hvernig okkur semur", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Þeir geta einbeitt sér að því að gera bíl okkar fljótari, en okkur skortir hraða í samanburði við Red Bull. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af pólitík í brautinni og hugsum um að bæta bílinn. Button virðist hliðhollur Webber í málinu milli hans og Red Bull, sem Webber þótti mismuna sér og Vettel í síðustu keppni með búnaði. "Ég er stoltur af gæjanum. Hann vann sitt verk vel, hvort sem framvængurinn var að virka eða ekki. Það er erfitt fyrir ökumann að fara í keppni vitandi það að að hann er ekki með sama bíl og liðsfélaginn. Jafnvel þó búnaðurinn virki ekki, þá er þetta særandi og Webber átti sigurinn skilinn. Hann gerði góða hluti" sagði Button. Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull undanfarið muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Webber var ósáttur að Vettel fékk væng undan hans bíl rétt fyrir tímatökun á Silverstone um helgina og svaraði mótlætinu með sigri. Líklegt er þó að öldurnar lægji fljótlega, en Webber og Vettel voru á dögunum ekki sáttir eftir að hafa tapað fyrsta og öðru sæti í keppni í Tyrklandi eftir árekstur. Uppákoman um helgina er því olía á eldinn og verk Christian Horner er að kæla menn niður fyrir næstu keppni. "Þetta (sem gerðist um helgina) þýðir að þeir verða uppteknir af því hvert skal stefna. Samskipti innan okkar liðs eru góð, sama hve fólk talar mikið um hver staðan milli okkar er. Liðsmenn okkar hafa ekki áhyggjur af því hvernig okkur semur", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Þeir geta einbeitt sér að því að gera bíl okkar fljótari, en okkur skortir hraða í samanburði við Red Bull. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af pólitík í brautinni og hugsum um að bæta bílinn. Button virðist hliðhollur Webber í málinu milli hans og Red Bull, sem Webber þótti mismuna sér og Vettel í síðustu keppni með búnaði. "Ég er stoltur af gæjanum. Hann vann sitt verk vel, hvort sem framvængurinn var að virka eða ekki. Það er erfitt fyrir ökumann að fara í keppni vitandi það að að hann er ekki með sama bíl og liðsfélaginn. Jafnvel þó búnaðurinn virki ekki, þá er þetta særandi og Webber átti sigurinn skilinn. Hann gerði góða hluti" sagði Button.
Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira