Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar Boði Logason skrifar 15. nóvember 2010 17:19 Krakkarnir fóru út við Menntaskólann á Akureyri. Óskar auglýsir eftir vitnum að athæfinu. „Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira