The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Hafsteinn Hauksson skrifar 29. maí 2010 12:18 Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira