Rússar fagna nýliðanum í Formúlu 1 22. mars 2010 14:26 Robert Kubica og Vitaly Petrov aka báðir hjá Renault. Mynd: Getty Images Vitaly Petrov frá Rússlandi keyrði í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Barein á dögunum og stökk úr sautjánda sæti á ráslínu í það ellefta. En svo bilaði bíllinn eftir góða spretti. "Ég var mjög ánægður með helgina, nema lokastöðu mína. Ég gerði mistök í tímatökunni sem þýddi að ég færðist niður listann. Bíllinn var mjög góður á keppnisdag og ég er því bjartsýnn fyrir næsta mót", sagði Petrov. "Það var gott að ræsa af stað í fyrsta Formúlu 1 mótið og að komast framúr keppinautum eftir stöðubaráttu. Ég ætla að komast nær tíu fremstu í næsta móti, en ég undirbý mig samt alltaf af yfirvegun." Rússar hafa sýnt þátttöku Petrovs mikinn áhuga. "Ég hef fengið frábæran stuðning í Rússlandi, þó íþróttin sé nýmæli sem slíkt. Fólk er að læra inn á íþróttina smám saman. En það er mikil spenna og ég fengið mikið af jákvæðum skilaboðum. Það skapar þó ekki neina auka pressu á mig." Næsta verkefni Petrovs er að kanna brautina í Ástralíu sem verður ekin um næstu helgi. "Ég þarf að skoða beygjurnar, snerta malbikið og labba hring um brautina. Mér finnst ég rétt stemmdur og mun gera mitt besta og sjá hvað gerist", sagði Petrov. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Vitaly Petrov frá Rússlandi keyrði í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Barein á dögunum og stökk úr sautjánda sæti á ráslínu í það ellefta. En svo bilaði bíllinn eftir góða spretti. "Ég var mjög ánægður með helgina, nema lokastöðu mína. Ég gerði mistök í tímatökunni sem þýddi að ég færðist niður listann. Bíllinn var mjög góður á keppnisdag og ég er því bjartsýnn fyrir næsta mót", sagði Petrov. "Það var gott að ræsa af stað í fyrsta Formúlu 1 mótið og að komast framúr keppinautum eftir stöðubaráttu. Ég ætla að komast nær tíu fremstu í næsta móti, en ég undirbý mig samt alltaf af yfirvegun." Rússar hafa sýnt þátttöku Petrovs mikinn áhuga. "Ég hef fengið frábæran stuðning í Rússlandi, þó íþróttin sé nýmæli sem slíkt. Fólk er að læra inn á íþróttina smám saman. En það er mikil spenna og ég fengið mikið af jákvæðum skilaboðum. Það skapar þó ekki neina auka pressu á mig." Næsta verkefni Petrovs er að kanna brautina í Ástralíu sem verður ekin um næstu helgi. "Ég þarf að skoða beygjurnar, snerta malbikið og labba hring um brautina. Mér finnst ég rétt stemmdur og mun gera mitt besta og sjá hvað gerist", sagði Petrov.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira