Fæ meira að spila eftir vetrarfríið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2010 08:30 Gylfi er hér í strangri gæslu þeirra Alexander Madlung og Makoto Hasebe, leikmanna Wolfsburg, í leiknum um helgina. Gylfi náði þó að skora eitt mark í leiknum. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar lið hans, Hoffenheim, gerði 2-2 jafntefli við Wolfsburg á útivelli. Hoffenheim komst 2-0 yfir strax í fyrri hálfleik og skoraði Gylfi síðara markið með skoti af stuttu færi. En þetta var fjórða jafntefli Hoffenheim í röð og ekki í fyrsta sinn sem liðið missir niður forystu. „Þetta er skelfilegt. Í síðustu leikjum höfum við verið að missa leiki í jafntefli og það er orðið frekar þreytt," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Í síðasta leik [gegn Nürnberg, innsk. blm.] spiluðum við vel en þeir jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Í þessum leik vorum við tveimur mörkum yfir en klúðruðum honum á síðasta korterinu. Ég veit ekki hvort megi skrifa þetta á reynsluleysi hjá okkur en þetta er hlutur sem við þurfum að laga." Þýska úrvalsdeildin er nú komin í vetrarfrí og hefst ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Hoffenheim er í áttunda sæti deildarinnar með 25 stig en liðið byrjaði mjög vel í haust en hefur síðan gefið eftir. Gylfi er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu eftir að hann var keyptur þangað fyrir 6,5 milljónir punda í sumar. Hann hefur slegið í gegn - skorað sex mörk þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliðinu í aðeins fjórum deildarleikjum. Hann hefur alls komið við sögu í þrettán af sautján leikjum Hoffenheim í haust en oftast sem varamaður. „Ég er ánægður með leikinn hjá mér og spilaði nokkuð vel. Ég hefði þó gjarnan viljað fá þrjú stig í dag í staðinn fyrir markið," segir Gylfi, sem var einnig í byrjunarliðinu um síðustu helgi. Árangur hans hefur vakið eftirtekt en miðað við þann fjölda mínútna sem hann hefur spilað skorar hann að meðaltali mark á 90 mínútna fresti. Það telst afar gott, sérstaklega fyrir miðjumann í einni sterkustu deild heims. „Ég spilaði fyrir aftan framherjann í dag, sem sóknartengiliður. Ég gerði það líka um síðustu helgi og þetta er mín staða. Ég er auðvitað ánægður með að þjálfarinn skuli nota mig í henni," segir Gylfi, sem átti aldrei von á því að hann myndi labba beint í byrjunarliðið þegar hann kom til Þýskalands í haust. „Liðinu gekk mjög vel í upphafi tímabilsins og því kom það mér svo sem ekki á óvart að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri. Auk þess vill þjálfarinn að við spilum á ákveðinn hátt og að við pressum til að mynda mikið á andstæðinginn. Það hefur tekið sinn tíma að venjast því," segir Gylfi. „En það var vissulega erfitt að fara frá Reading þar sem ég spilaði alla leiki og að vera svo hent á bekkinn hér. Sérstaklega þar sem mér virtist ganga ágætlega. Ég skoraði kannski en var svo aftur kominn á bekkinn í næsta leik. En ég vona að þetta sé allt á réttri leið og ég held að ég fái enn meira að spila eftir jól." Gylfi segir að sér gengi vel að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi. „Ég hef verið hér í þrjá mánuði og hef æft mjög vel - bætt hraðann og styrkinn. Ég held að þetta verði orðið enn betra eftir nokkra mánuði," segir hann. „Ég vissi að þetta myndi taka sinn tíma. Þetta er miklu sterkara lið en Reading en það er jákvætt að fá mikla samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. En þetta er allt að koma, ég er byrjaður að tala meiri þýsku við félagana og þeir eru farnir að kynnast mér betur. Ég held að það sé jákvætt." Gylfi hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu í fjölmiðlum í haust, til að mynda Manchester United. „Jú, það er auðvitað gaman að því en ég er lítið að spá í það. Ég er að spila í einni sterkustu deild heims og hér eru útsendarar annarra liða á öllum leikjum. Það gerist ekkert nema að það sé tilboð á borðinu og ef maður væri mikið að velta sér upp úr sögusögnum yrði maður fljótt klikkaður." Hann er því ánægður hjá Hoffenheim - eins og er. „Þetta var mjög erfitt fyrir 2-3 vikum þegar ég fékk lítið að spila og ég veit ekki hvort ég hefði svarað þessari spurningu játandi þá. En innst inni veit ég að það er verið að koma mér inn í málin hægt og rólega og því er ég nokkuð sáttur. Ég er líka ánægður með að fá jólafrí í fyrsta sinn í 5-6 ár og hlakka mikið til að koma heim í snjóleysið á Íslandi." Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar lið hans, Hoffenheim, gerði 2-2 jafntefli við Wolfsburg á útivelli. Hoffenheim komst 2-0 yfir strax í fyrri hálfleik og skoraði Gylfi síðara markið með skoti af stuttu færi. En þetta var fjórða jafntefli Hoffenheim í röð og ekki í fyrsta sinn sem liðið missir niður forystu. „Þetta er skelfilegt. Í síðustu leikjum höfum við verið að missa leiki í jafntefli og það er orðið frekar þreytt," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Í síðasta leik [gegn Nürnberg, innsk. blm.] spiluðum við vel en þeir jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Í þessum leik vorum við tveimur mörkum yfir en klúðruðum honum á síðasta korterinu. Ég veit ekki hvort megi skrifa þetta á reynsluleysi hjá okkur en þetta er hlutur sem við þurfum að laga." Þýska úrvalsdeildin er nú komin í vetrarfrí og hefst ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Hoffenheim er í áttunda sæti deildarinnar með 25 stig en liðið byrjaði mjög vel í haust en hefur síðan gefið eftir. Gylfi er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu eftir að hann var keyptur þangað fyrir 6,5 milljónir punda í sumar. Hann hefur slegið í gegn - skorað sex mörk þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliðinu í aðeins fjórum deildarleikjum. Hann hefur alls komið við sögu í þrettán af sautján leikjum Hoffenheim í haust en oftast sem varamaður. „Ég er ánægður með leikinn hjá mér og spilaði nokkuð vel. Ég hefði þó gjarnan viljað fá þrjú stig í dag í staðinn fyrir markið," segir Gylfi, sem var einnig í byrjunarliðinu um síðustu helgi. Árangur hans hefur vakið eftirtekt en miðað við þann fjölda mínútna sem hann hefur spilað skorar hann að meðaltali mark á 90 mínútna fresti. Það telst afar gott, sérstaklega fyrir miðjumann í einni sterkustu deild heims. „Ég spilaði fyrir aftan framherjann í dag, sem sóknartengiliður. Ég gerði það líka um síðustu helgi og þetta er mín staða. Ég er auðvitað ánægður með að þjálfarinn skuli nota mig í henni," segir Gylfi, sem átti aldrei von á því að hann myndi labba beint í byrjunarliðið þegar hann kom til Þýskalands í haust. „Liðinu gekk mjög vel í upphafi tímabilsins og því kom það mér svo sem ekki á óvart að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri. Auk þess vill þjálfarinn að við spilum á ákveðinn hátt og að við pressum til að mynda mikið á andstæðinginn. Það hefur tekið sinn tíma að venjast því," segir Gylfi. „En það var vissulega erfitt að fara frá Reading þar sem ég spilaði alla leiki og að vera svo hent á bekkinn hér. Sérstaklega þar sem mér virtist ganga ágætlega. Ég skoraði kannski en var svo aftur kominn á bekkinn í næsta leik. En ég vona að þetta sé allt á réttri leið og ég held að ég fái enn meira að spila eftir jól." Gylfi segir að sér gengi vel að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi. „Ég hef verið hér í þrjá mánuði og hef æft mjög vel - bætt hraðann og styrkinn. Ég held að þetta verði orðið enn betra eftir nokkra mánuði," segir hann. „Ég vissi að þetta myndi taka sinn tíma. Þetta er miklu sterkara lið en Reading en það er jákvætt að fá mikla samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. En þetta er allt að koma, ég er byrjaður að tala meiri þýsku við félagana og þeir eru farnir að kynnast mér betur. Ég held að það sé jákvætt." Gylfi hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu í fjölmiðlum í haust, til að mynda Manchester United. „Jú, það er auðvitað gaman að því en ég er lítið að spá í það. Ég er að spila í einni sterkustu deild heims og hér eru útsendarar annarra liða á öllum leikjum. Það gerist ekkert nema að það sé tilboð á borðinu og ef maður væri mikið að velta sér upp úr sögusögnum yrði maður fljótt klikkaður." Hann er því ánægður hjá Hoffenheim - eins og er. „Þetta var mjög erfitt fyrir 2-3 vikum þegar ég fékk lítið að spila og ég veit ekki hvort ég hefði svarað þessari spurningu játandi þá. En innst inni veit ég að það er verið að koma mér inn í málin hægt og rólega og því er ég nokkuð sáttur. Ég er líka ánægður með að fá jólafrí í fyrsta sinn í 5-6 ár og hlakka mikið til að koma heim í snjóleysið á Íslandi."
Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira