Flokkarnir hafa ekki svarað kallinu um siðbót 22. maí 2010 17:24 Baldur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þess ber að geta að hann var í framboði fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum í apríl á síðasta ári. Mynd/Heiða Helgadóttir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira