Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta 11. maí 2010 06:30 Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkjum A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjarfulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju samanlagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánudaginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkjum A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjarfulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju samanlagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánudaginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira