Handbolti

Ásgeir og Ingimundur ekki með gegn Brasilíu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson tognaði á æfingu út í Brasilíu.
Ásgeir Örn Hallgrímsson tognaði á æfingu út í Brasilíu. Mynd/AP
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Ingimundur Ingimundarson munu ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta í kvöld þegar liðið mætir Brasilíu í æfingalandsleik í Balneário Camboriú í Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 23.00 að íslenskum tíma.

Þeir Ásgeir og Ingimundur eru báðir meiddir og því mun Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari aðeins vera með þrettán leikmenn á skýrslu í leiknum í kvöld.

Ingimundur hefur ekki náð sér góðum af þeim meiðslum sem hefur verið að plaga hann og Ásgeir er að glíma við tognun eftir æfingu.

Leikmenn á leikskýrslu í leik kvöldsins:

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson - 72 landsleikir - Kadetten

Pálmar Pétursson - 3 landsleikir - FH

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason - 93 landsleikir - FC Köbenhavn

Arnór Þór Gunnarsson - 8 landsleikir - Valur

Kári Kristján Kristjánsson - 12 landsleikir - Amicitia Zurich

Oddur Grétarsson - 4 landsleikir - Akureyri

Ólafur Andrés Guðmundsson - 15 landsleikir - FH

Rúnar Kárason - 19 landsleikir - Fusche Berlin

Sigurbergur Sveinsson - 23 landsleikir - Haukar

Snorri Steinn Guðjónsson - 163 landsleikir - Rhein Neckar Löwen

Sturla Ásgeirsson - 51 landsleikir - HSG Dusseldorf

Vignir Svarvarsson - 131 landsleikir - Lemgo

Þórir Ólafsson - 48 landsleikir - N-Luebecke






Fleiri fréttir

Sjá meira


×