Lítið skref í baráttunni gegn nauðgunum Ögmundur Jónasson og Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 06:15 Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfellum karlar. Rétt er að taka fram að hér er ekki meðtalið kynferðislegt ofbeldi gegn börnum en að því viðbættu tvöfaldast fjöldinn. Árið 2009 komu 233 nauðgunarmál á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu bárust hins vegar aðeins 65 kærur. 42 mál fóru áfram til Ríkissaksóknara, ákært var í 14 málum og sakfellt í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%. Á undanförnum sjö árum hefur þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.Endurmenntun og hærri miskabætur Vegna þessara tölfræðilegu staðreynda boðaði dómsmála- og mannréttindaráðherra til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu föstudaginn 12. nóvember sl. Til fundarins komu, svo dæmi séu tekin, fulltrúar Stígamóta, Neyðarmóttöku, lögreglu, Ríkissaksóknara, dómstólaráðs, Mannréttindaskrifstofu, Femínistafélags Íslands og þingflokka. Þátttakendum var skipt upp í smærri hópa og tekin voru til umræðu fimm efni: Löggjöf, kærur, lögregluransókn, ákærur og dómstólar. Í öllum hópunum spunnust frjóar umræður og lagðar voru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið til miklla bóta en flutningur fleiri málaflokka undir sömu deild hefði verið skref aftur á bak. Skiptar skoðanir voru um hvort kynferðisbrotadeild ætti að starfa á landsvísu en rík áhersla var lögð á mikilvægi fyrstu klukkustundanna í rannsókn nauðgunarmála. Þá var einnig rætt hvort lögregla ætti, í samræmi við lög, alltaf að bregðast við með rannsókn þegar nauðgunarmál koma upp fremur en að láta brotaþola taka ákvörðun um kæru. Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola; endurskoðun á lögum sem fjalla um réttargæslumenn; a.m.k. tvær konur sitji í fjölskipuðum dómi í nauðgunarmálum og að miskabætur til brotaþola verði hærri. Þessar hugmyndir og fleiri verða unnar áfram á vettvangi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og þá í samráði við lykilaðila varðandi hverja ákvörðun fyrir sig. Svar okkar er nei Fyrir aðeins örfáum áratugum var kynferðislegt ofbeldi ekki til umræðu á Íslandi og margir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti sér aðeins stað úti í hinum stóra heimi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar, sem hefur barist við að ná eyrum samfélagsins og oft mátt þola svívirðingar fyrir það eitt að vekja máls á nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Fundurinn í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er aðeins lítið skref í þessari baráttu. Það getur verið freistandi að líta á nauðganir sem einstaklingsbundinn valda. Fjöldi þeirra sýnir hins vegar skýrt fram á að þetta ofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál. Nauðgun er ekki aðeins ógn við líf og heilsu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða heldur einnig hinna sem þurfa að lifa við ógnina við ofbeldi. Á þessu þarf að taka með lögum og framfylgd laga en líka með menntun, fræðslu, forvörnum og hugarfarsbreytingu. Sem samfélag þurfum við að líta inn á við og spyrja: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi?" Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfellum karlar. Rétt er að taka fram að hér er ekki meðtalið kynferðislegt ofbeldi gegn börnum en að því viðbættu tvöfaldast fjöldinn. Árið 2009 komu 233 nauðgunarmál á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu bárust hins vegar aðeins 65 kærur. 42 mál fóru áfram til Ríkissaksóknara, ákært var í 14 málum og sakfellt í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%. Á undanförnum sjö árum hefur þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.Endurmenntun og hærri miskabætur Vegna þessara tölfræðilegu staðreynda boðaði dómsmála- og mannréttindaráðherra til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu föstudaginn 12. nóvember sl. Til fundarins komu, svo dæmi séu tekin, fulltrúar Stígamóta, Neyðarmóttöku, lögreglu, Ríkissaksóknara, dómstólaráðs, Mannréttindaskrifstofu, Femínistafélags Íslands og þingflokka. Þátttakendum var skipt upp í smærri hópa og tekin voru til umræðu fimm efni: Löggjöf, kærur, lögregluransókn, ákærur og dómstólar. Í öllum hópunum spunnust frjóar umræður og lagðar voru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið til miklla bóta en flutningur fleiri málaflokka undir sömu deild hefði verið skref aftur á bak. Skiptar skoðanir voru um hvort kynferðisbrotadeild ætti að starfa á landsvísu en rík áhersla var lögð á mikilvægi fyrstu klukkustundanna í rannsókn nauðgunarmála. Þá var einnig rætt hvort lögregla ætti, í samræmi við lög, alltaf að bregðast við með rannsókn þegar nauðgunarmál koma upp fremur en að láta brotaþola taka ákvörðun um kæru. Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola; endurskoðun á lögum sem fjalla um réttargæslumenn; a.m.k. tvær konur sitji í fjölskipuðum dómi í nauðgunarmálum og að miskabætur til brotaþola verði hærri. Þessar hugmyndir og fleiri verða unnar áfram á vettvangi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og þá í samráði við lykilaðila varðandi hverja ákvörðun fyrir sig. Svar okkar er nei Fyrir aðeins örfáum áratugum var kynferðislegt ofbeldi ekki til umræðu á Íslandi og margir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti sér aðeins stað úti í hinum stóra heimi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar, sem hefur barist við að ná eyrum samfélagsins og oft mátt þola svívirðingar fyrir það eitt að vekja máls á nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Fundurinn í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er aðeins lítið skref í þessari baráttu. Það getur verið freistandi að líta á nauðganir sem einstaklingsbundinn valda. Fjöldi þeirra sýnir hins vegar skýrt fram á að þetta ofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál. Nauðgun er ekki aðeins ógn við líf og heilsu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða heldur einnig hinna sem þurfa að lifa við ógnina við ofbeldi. Á þessu þarf að taka með lögum og framfylgd laga en líka með menntun, fræðslu, forvörnum og hugarfarsbreytingu. Sem samfélag þurfum við að líta inn á við og spyrja: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi?" Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar