Körfubolti

Knicks ætlar að fá aðra stórstjörnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron gæti farið með Stoudemire til New York.
LeBron gæti farið með Stoudemire til New York.

Forráðamenn NY Knicks eru vongóðir um að koma Amar´e Stoudemire muni verða þess valdandi að fleiri toppmenn gangi í raðir félagsins.

Stoudemire mun skrifa undir fimm ára samning við félagið á næstu dögum sem mun færa honum í kringum 100 milljón dollara í vasann.

"Mér finnst frábært að vera frumherji og ég sýni með þessu að ég er leiðtogi," sagði Stoudemire hógvær fyrir utan heimavöll Knicks, Madison Square Garden.

Knicks á enn rúm undir launaþakinu fyrir annan leikmanna og hefur ekki útilokað að næla í LeBron James, Dwyane Wade eða Chris Bosh.

Stoudemire hefur sjálfur verið í sambandi við umboðsmenn þessara leikmanna.

"Ég er algjörlega sannfærður um að mínir leiðtogahæfileikar muni lyfta þessu félagi í hæstu hæðir."

Hjá Knicks hittir Stoudemire fyrir þjálfarann Mike D´Antoni sem þjálfaði hann áður hjá Phoenix Suns þaðan sem hann kemur til New York.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×