Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ 30. maí 2010 11:46 Einar Skúlason fann ástina í framboði. „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem flokkurinn fær ekki mann kjörinn inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokknum gekk einnig illa á höfuðborgarsvæðinu en þar náði flokkurinn aðeins tveimur mönnum inn í sveitarstjórnir. Annar maðurinn er í Kópavogi, hinn á Álftanesi. „Það eru líka vonbrigði að sjá hvað okkur gekk illa á höfuðborgarsvæðinu," segir Einar. Framsóknarflokkurinn mældist ágætlega í könnunum áður en Best flokkurinn fór á flug. Eftir það mældist Einar aldrei inni í borgarstjórn. Sjálfur taldi Einar að flokkurinn fengi fleiri atkvæði fyrir nýliðunina sem hefur orðið innan raða flokksins. Svo virðist sem það hafi engu skipt. „Ég hitti oft fólk sem sagði mér að ég væri svo sem fínn en þeir gætu ekki kosið Framsóknarflokkinn," segir Einar og bætir við: „Fólk á erfitt með að fyrirgefa flokknum." Spurður hvað taki við núna segir Einar: „Ég ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn." Að sögn Einars kynntist hann konu fyrir nokkrum vikum síðan. Þau hafa ekki fengið mikinn tíma saman en nú virðist það ætla að breytast miðað við úrslit kosninganna. Aðspurður hver sú heppna sé vill Einar sem minnst um það segja. Kosningar 2010 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem flokkurinn fær ekki mann kjörinn inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokknum gekk einnig illa á höfuðborgarsvæðinu en þar náði flokkurinn aðeins tveimur mönnum inn í sveitarstjórnir. Annar maðurinn er í Kópavogi, hinn á Álftanesi. „Það eru líka vonbrigði að sjá hvað okkur gekk illa á höfuðborgarsvæðinu," segir Einar. Framsóknarflokkurinn mældist ágætlega í könnunum áður en Best flokkurinn fór á flug. Eftir það mældist Einar aldrei inni í borgarstjórn. Sjálfur taldi Einar að flokkurinn fengi fleiri atkvæði fyrir nýliðunina sem hefur orðið innan raða flokksins. Svo virðist sem það hafi engu skipt. „Ég hitti oft fólk sem sagði mér að ég væri svo sem fínn en þeir gætu ekki kosið Framsóknarflokkinn," segir Einar og bætir við: „Fólk á erfitt með að fyrirgefa flokknum." Spurður hvað taki við núna segir Einar: „Ég ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn." Að sögn Einars kynntist hann konu fyrir nokkrum vikum síðan. Þau hafa ekki fengið mikinn tíma saman en nú virðist það ætla að breytast miðað við úrslit kosninganna. Aðspurður hver sú heppna sé vill Einar sem minnst um það segja.
Kosningar 2010 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira