Ísland vann í gær 3-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvellinum en leikurinn var liður í undankeppni HM 2011 sem haldið verður í Þýskalandi.
Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi í 2-0 í fyrri hálfleik en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði þriðja markið í síðari hálfleik. Þetta var hennar 100. landsleikur á ferlinum og var hún heiðruð sérstaklega fyrir leikinn.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem má skoða hér fyrir neðan.