Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð 15. apríl 2010 02:00 Sybbin en nokkuð brött Krakkar sem komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla í fyrrinótt vegna gossins í Eyjafjallajökli kipptu sér ekki mikið upp við atganginn, mögulega reynslunni ríkari frá því að rýma þurfti í mars vegna gossins á Fimmvörðuhálsi.Fréttablaðið/Vilhelm Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skorinort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ættingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifnaði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörður í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúmsloftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kíminn. „Þá var rýmt á laugardagskvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skorinort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ættingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifnaði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörður í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúmsloftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kíminn. „Þá var rýmt á laugardagskvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira