Atli Viðar: Fæ vonandi eitthvað að taka þátt í úrslitaleiknum núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2010 22:37 Mynd/Daníel Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira