Umfjöllun: Valur vann botnslaginn gegn Selfossi Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2010 21:03 Valsmennirnir Ásbjörn Stefánsson og Gunnar Harðarson taka hér á Guðjóni Drengssyni. Mynd/Daníel Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Það var um sannkallaðan botnslag að Hlíðarenda í kvöld þar sem Valsmenn tóku á móti Selfyssingum í 9.umferð N1-deildar karla. Bæði lið hafa byrjað mótið skelfilega og hafa einungis fengið tvö stig. Selfoss bar sigur úr býtum gegn Val í byrjun móts og eini sigur Valsmanna var gegn Aftureldingu fyrr á tímabilinu. Júlíus Jónasson, fyrrverandi þjálfari Valsmanna, sagði starfi sínu lausu í gær og munu þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkharðsson stýra liðinu í kvöld. Bæði lið þurftu svo sannarlega að sigra hér í kvöld og því var von á spennandi leik. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Gestirnir voru hreinlega ennþá inn í búningsherbergi og ekki með hugann við leikinn. Selfoss náði aftur á móti að vinna sig inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleikinn en þá var staðan 11-9 fyrir Valsmenn. Selfyssingar gerðu sig seka um mikið af tæknimisstökum í fyrri hálfleik og var það ástæðan fyrir því að heimamenn höfðu fjögra marka forskot í hálfleik 16-12. Ernir Hrafn Arnarsson, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og héldu áfram að spila frábæra vörn sem skilaði góðri markvörslu. Þegar leið á leikinn fóru Selfyssingar að vinna sig meira inn í leikinn á sama tíma féllu Valsmenn til baka og úr varð spennandi leikur. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins þrjú mörk og allt gat gerst. Gestirnir voru samt sem áður alltaf einu litlu skrefi á eftir Valsmönnum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Selfoss náði að minnka muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok, leiktíminn rann út rétt eftir að Valsmenn tóku miðju og því fengu gestirnir aldrei tækifæri til þess að jafna metinn. Niðurstaðan því eins marks sigur Vals, 26-25, í ágætis handboltaleik. Valsmenn eru allir að koma til og bæta spilamennsku sína með hverjum leik. Selfyssingar voru líklega að spila sinn besta leik í vetur og geta í raun farið stoltir frá leiknum í kvöld. Það er ljóst að bæði þessi lið verða aftur á móti að bæta leik sinn mikið til þess að halda sæti sínu í deildinni. Valur - Selfoss 26-25 (16-12)Mörk Vals (Skot): Ernir Hrafn Arnarsson 11/5 (18/5), Anton Rúnarsson 4 (6), Sturla Ásgeirsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 3 (5), Valdimar Fannar Þórsson 3 (6), Alexander Jedic 2 (7), Fannar Þorbjörnsson 1 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 21/1 (25/2, 46%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Jón Björgvin 2, Valdimar Fannar , Sturla Ásgeirsson) Fiskuð víti: 5 (Ernir Hrafn 2, Orri Freyr, Jón Björgvin, Fannar Þorbjörnsson) Utan vallar: 10 mínúturMörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 7/2 (13/3), Atli Kristinsson 4 (11), Atli Hjörvar Einarsson 4 (4), Helgi Héðinsson 2 (5), Hörður Bjarnason 2 (5), Guðni Ingvarsson 2 (3), Guðjón Drengsson 1 (5), Eyþór Lárusson 1 (3), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 5 (13/2, 27%), Helgi Hlynsson 7 (13/3, 35%) Hraðaupphlaup: 1 (Guðjón Drengsson). Fiskuð víti: 3 (Atli Kristinsson, Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Magnús Jónsson og Arnar Sigurjónsson - Áttu mjög svo slæman dag og náði í raun aldrei tökum á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Það var um sannkallaðan botnslag að Hlíðarenda í kvöld þar sem Valsmenn tóku á móti Selfyssingum í 9.umferð N1-deildar karla. Bæði lið hafa byrjað mótið skelfilega og hafa einungis fengið tvö stig. Selfoss bar sigur úr býtum gegn Val í byrjun móts og eini sigur Valsmanna var gegn Aftureldingu fyrr á tímabilinu. Júlíus Jónasson, fyrrverandi þjálfari Valsmanna, sagði starfi sínu lausu í gær og munu þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkharðsson stýra liðinu í kvöld. Bæði lið þurftu svo sannarlega að sigra hér í kvöld og því var von á spennandi leik. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Gestirnir voru hreinlega ennþá inn í búningsherbergi og ekki með hugann við leikinn. Selfoss náði aftur á móti að vinna sig inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleikinn en þá var staðan 11-9 fyrir Valsmenn. Selfyssingar gerðu sig seka um mikið af tæknimisstökum í fyrri hálfleik og var það ástæðan fyrir því að heimamenn höfðu fjögra marka forskot í hálfleik 16-12. Ernir Hrafn Arnarsson, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og héldu áfram að spila frábæra vörn sem skilaði góðri markvörslu. Þegar leið á leikinn fóru Selfyssingar að vinna sig meira inn í leikinn á sama tíma féllu Valsmenn til baka og úr varð spennandi leikur. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins þrjú mörk og allt gat gerst. Gestirnir voru samt sem áður alltaf einu litlu skrefi á eftir Valsmönnum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Selfoss náði að minnka muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok, leiktíminn rann út rétt eftir að Valsmenn tóku miðju og því fengu gestirnir aldrei tækifæri til þess að jafna metinn. Niðurstaðan því eins marks sigur Vals, 26-25, í ágætis handboltaleik. Valsmenn eru allir að koma til og bæta spilamennsku sína með hverjum leik. Selfyssingar voru líklega að spila sinn besta leik í vetur og geta í raun farið stoltir frá leiknum í kvöld. Það er ljóst að bæði þessi lið verða aftur á móti að bæta leik sinn mikið til þess að halda sæti sínu í deildinni. Valur - Selfoss 26-25 (16-12)Mörk Vals (Skot): Ernir Hrafn Arnarsson 11/5 (18/5), Anton Rúnarsson 4 (6), Sturla Ásgeirsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 3 (5), Valdimar Fannar Þórsson 3 (6), Alexander Jedic 2 (7), Fannar Þorbjörnsson 1 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 21/1 (25/2, 46%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Jón Björgvin 2, Valdimar Fannar , Sturla Ásgeirsson) Fiskuð víti: 5 (Ernir Hrafn 2, Orri Freyr, Jón Björgvin, Fannar Þorbjörnsson) Utan vallar: 10 mínúturMörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 7/2 (13/3), Atli Kristinsson 4 (11), Atli Hjörvar Einarsson 4 (4), Helgi Héðinsson 2 (5), Hörður Bjarnason 2 (5), Guðni Ingvarsson 2 (3), Guðjón Drengsson 1 (5), Eyþór Lárusson 1 (3), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 5 (13/2, 27%), Helgi Hlynsson 7 (13/3, 35%) Hraðaupphlaup: 1 (Guðjón Drengsson). Fiskuð víti: 3 (Atli Kristinsson, Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Magnús Jónsson og Arnar Sigurjónsson - Áttu mjög svo slæman dag og náði í raun aldrei tökum á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira