Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 08:23 Mynd/Daníel Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira