Óttast flótta lækna til einkasjúkrahúss 21. október 2010 06:00 heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira