Umfjöllun: Reynsla meistarana gerði gæfumuninn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2010 22:31 Mynd/Valli Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2, Dominos-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2,
Dominos-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira