Ólafur Elíasson: Hrunið breytir því ekki að Ísland vantar enn tónleikahús bergsteinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 09:00 Ólafur Elíasson segir það koma þægilega á óvart að byggingin virkar minni en hann gerði sér í hugarlund. Tónlistarhúsið Harpa verður opnað 4. maí að ári. Húsið er umdeilt enda mikið gengið á við byggingu þess. Ólafur Elíasson myndlistarmaður og einn hönnuða Hörpu bendir á að Íslendinga hafi vantað tónleikahús í hundrað ár. Hrunið breyti því ekki. Tónlistarhúsið Harpa verður opnað 4. maí að ári með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ólafur Elíasson myndlistarmaður hannaði glerhjúpinn á suðurhlið hússins, sem senn verður settur upp. Hann var staddur hér á landi ásamt arkitektum frá dönsku arkitektastofunni Henning Larsen og sá þá húsið eftir að það tók á sig mynd berum augum í fyrsta sinn. Og honum leist vel á það sem hann sá. „Það er allt öðruvísi þegar maður sér húsið bara á teikningum; maður fær ákveðin stærðarhlutföll á tilfinninguna. Nú er hægt að ganga um bygginguna og mæla hana út. Það kom mér þægilega á óvart að byggingin virkar minni en ég gerði mér í hugarlund. Á teikningum virkaði anddyrið líka svo stórt en tónleikasalurinn lítill en nú sé ég að hann kemur virkilega vel út." Ólafur kom að verkefninu þegar hönnun hússins var nokkuð á veg komin. Arkitektar Henning Larsen höfðu þegar hannað formið á húsinu. Hann hrósar arkitektunum fyrir að fella hugmyndir sínar inn í grunnstoðir hönnunarinnar. „Þeir eru mjög analýtískir og búnir að greina allt umhverfið í smáatriði og þróa hugmyndir um hvernig húsið myndi tengja saman höfnina og miðborgina. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim pælingum en verkefni mitt var að huga meira að smáatriðunum: hvernig upplifun það væri að sjá og koma í húsið, hvernig birtan ætti að vera til að búa til ákveðið drama og þess háttar."Samkomuhús endurspeglar gildiÓlafur og dönsku arkitektarnir.Ólafur segir tónlistarhúsið vera lið í því að búa til ákveðinn heildarsvip á Reykjavík, sem borgina hefur hingað til vantað.„Mér finnst gaman að pæla í borgarþróun og sjá hvernig ólíkar borgir setja „sinn" svip á skipulagið. Ég vil ekki vera of neikvæður en hér er heildarmyndin í dálitlum graut. Íslendingar hafa verið fljótir að fara eftir norður-evrópskum og bandarískum fyrirmyndum en ekki hugað að eigin sérkennum; það hefur lítið verið unnið með sérkenni Íslands til að búa til bæjarbrag."Ólafur segir að samkomuhús á borð við Hörpu hafi margþættan, samfélagslegan tilgang og finnst eins og fólk sé að vakna til vitundar um það.„Fólk er í auknum mæli að sjá verðmætin og gildin í opinberu rými. Út á þetta gengur hugmyndin um samkomuhús: það endurspeglar félagsleg og lýðræðisleg gildi samfélagsins. Þetta er rými sem fólk deilir til að upplifa eitthvað saman."Jákvætt að ríkið komi að máliHér mun glerhjúpur Ólafs njóta sín til fullnustu.Við hrun bankanna breyttist eignarhaldið á tónleikahúsinu og ríkið tók yfir hlut Björgólfsfeðga. Ólafur segir að sér lítist vel á aðkomu ríkisins.„Ég hef mikla trú á framtíð þessa húss í höndum hins opinbera. Húsið er ekki fyllilega í eigu ríkisins en ég held að fyrirkomulagið eins og það er núna sé ekki jafn mikil málamiðlun og upphaflega þegar forsendurnar voru fyrst og fremst markaðslegar. Ég hef unnið með mörgum einkaaðilum í gegnum tíðina, bæði söfnum og stofnunum, og það er ágætt fyrir sinn hatt. Við höfum séð slíkar byggingar víða um heim og það er svo sem ein leiðin til að gera hlutina.En ég held líka að þegar öllu er botninn hvolft snúist þetta líka um gildismat fólksins; hvort það telji að skólar, söfn og tónleikahús eigi að vera í eigu ríkisins eða ekki. Við eigum auðvitað ekki að vera barnaleg og halda að opinber rekstur hljóti að vera betri og heiðarlegri en einkarekinn rekstur. En ég er hlynntur hinu norræna velferðarmódeli þar sem það er álitin ein af skyldum ríkisins að halda úti og leggja rækt við ákveðna menningarstarfsemi."Tók hrunið mjög nærri sérAðaltónleikasalurinn eins og hann lítur út í dag, ellefu mánuðum fyrir opnun.Ólafur segir að það sé þó ekkert gleðiefni hvernig það atvikaðist að ríkið tók yfir byggingu og rekstur hússins.„Hrunið á Íslandi fékk mjög á mig og ég tek raunir Íslendinga mjög nærri mér. Það er ljóst að fólk þarf að venjast tilhugsuninni um að lífið verður öðruvísi héðan í frá. En við verðum líka að horfa fram á veginn. Ég held að við eigum engra kosta völ en að reyna að gera það besta úr því sem við höfum."Hann telur líka mikilvægt að þótt þeir sem höfðu frumkvæði að byggingu tónlistarhússins séu fallnir í ónáð eigi sú óánægja ekki að beinast að húsinu. „Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að takast á við af hreinskiptni. Staðan er sú að þeir sem byrjuðu á húsinu eru nú fallnir í ónáð; hataðir í raun og veru. En það breytir ekki því að Íslendinga hefur vantað tónlistarhús í hundrað ár. Miðað við gróskuna í tónlistarlífinu hér á landi er það brýn nauðsyn að mínu viti að fá tónlistarhús.Við verðum að sætta okkur við að þeir sem áttu frumkvæði að byggingunni eru ekki lengur vel liðnir. En það á ekki að koma í veg fyrir að við sjáum möguleika hússins. Gildi tónlistarhússins helgast af því, hvað við ætlum að gera við það og hvernig við notum það. Ef tónleikarnir, dagskráin og samkomurnar takast vel á það eftir að gegna farsælu og mikilvægu hlutverki fyrir þjóðina.Við eigum ekki að láta eins og það sem gerðist hafi ekki gerst. Hrunið er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Að hætta við tónlistarhúsið og rífa það niður breytir því ekki. Við eigum að reyna að gera það besta úr því. En það þýðir ekki að við þurfum að gleyma sögu þess og tilurð." Innlent Menning Tengdar fréttir Ólafur Elíasson með sýningu ársins í Berlín Safnamenn í Berlín segja nýja sýningu Ólafs Elíassonar af þvílíkum gæðaflokki að hún hljóti að vera valin sýning ársins. 26. apríl 2010 15:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa verður opnað 4. maí að ári. Húsið er umdeilt enda mikið gengið á við byggingu þess. Ólafur Elíasson myndlistarmaður og einn hönnuða Hörpu bendir á að Íslendinga hafi vantað tónleikahús í hundrað ár. Hrunið breyti því ekki. Tónlistarhúsið Harpa verður opnað 4. maí að ári með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ólafur Elíasson myndlistarmaður hannaði glerhjúpinn á suðurhlið hússins, sem senn verður settur upp. Hann var staddur hér á landi ásamt arkitektum frá dönsku arkitektastofunni Henning Larsen og sá þá húsið eftir að það tók á sig mynd berum augum í fyrsta sinn. Og honum leist vel á það sem hann sá. „Það er allt öðruvísi þegar maður sér húsið bara á teikningum; maður fær ákveðin stærðarhlutföll á tilfinninguna. Nú er hægt að ganga um bygginguna og mæla hana út. Það kom mér þægilega á óvart að byggingin virkar minni en ég gerði mér í hugarlund. Á teikningum virkaði anddyrið líka svo stórt en tónleikasalurinn lítill en nú sé ég að hann kemur virkilega vel út." Ólafur kom að verkefninu þegar hönnun hússins var nokkuð á veg komin. Arkitektar Henning Larsen höfðu þegar hannað formið á húsinu. Hann hrósar arkitektunum fyrir að fella hugmyndir sínar inn í grunnstoðir hönnunarinnar. „Þeir eru mjög analýtískir og búnir að greina allt umhverfið í smáatriði og þróa hugmyndir um hvernig húsið myndi tengja saman höfnina og miðborgina. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim pælingum en verkefni mitt var að huga meira að smáatriðunum: hvernig upplifun það væri að sjá og koma í húsið, hvernig birtan ætti að vera til að búa til ákveðið drama og þess háttar."Samkomuhús endurspeglar gildiÓlafur og dönsku arkitektarnir.Ólafur segir tónlistarhúsið vera lið í því að búa til ákveðinn heildarsvip á Reykjavík, sem borgina hefur hingað til vantað.„Mér finnst gaman að pæla í borgarþróun og sjá hvernig ólíkar borgir setja „sinn" svip á skipulagið. Ég vil ekki vera of neikvæður en hér er heildarmyndin í dálitlum graut. Íslendingar hafa verið fljótir að fara eftir norður-evrópskum og bandarískum fyrirmyndum en ekki hugað að eigin sérkennum; það hefur lítið verið unnið með sérkenni Íslands til að búa til bæjarbrag."Ólafur segir að samkomuhús á borð við Hörpu hafi margþættan, samfélagslegan tilgang og finnst eins og fólk sé að vakna til vitundar um það.„Fólk er í auknum mæli að sjá verðmætin og gildin í opinberu rými. Út á þetta gengur hugmyndin um samkomuhús: það endurspeglar félagsleg og lýðræðisleg gildi samfélagsins. Þetta er rými sem fólk deilir til að upplifa eitthvað saman."Jákvætt að ríkið komi að máliHér mun glerhjúpur Ólafs njóta sín til fullnustu.Við hrun bankanna breyttist eignarhaldið á tónleikahúsinu og ríkið tók yfir hlut Björgólfsfeðga. Ólafur segir að sér lítist vel á aðkomu ríkisins.„Ég hef mikla trú á framtíð þessa húss í höndum hins opinbera. Húsið er ekki fyllilega í eigu ríkisins en ég held að fyrirkomulagið eins og það er núna sé ekki jafn mikil málamiðlun og upphaflega þegar forsendurnar voru fyrst og fremst markaðslegar. Ég hef unnið með mörgum einkaaðilum í gegnum tíðina, bæði söfnum og stofnunum, og það er ágætt fyrir sinn hatt. Við höfum séð slíkar byggingar víða um heim og það er svo sem ein leiðin til að gera hlutina.En ég held líka að þegar öllu er botninn hvolft snúist þetta líka um gildismat fólksins; hvort það telji að skólar, söfn og tónleikahús eigi að vera í eigu ríkisins eða ekki. Við eigum auðvitað ekki að vera barnaleg og halda að opinber rekstur hljóti að vera betri og heiðarlegri en einkarekinn rekstur. En ég er hlynntur hinu norræna velferðarmódeli þar sem það er álitin ein af skyldum ríkisins að halda úti og leggja rækt við ákveðna menningarstarfsemi."Tók hrunið mjög nærri sérAðaltónleikasalurinn eins og hann lítur út í dag, ellefu mánuðum fyrir opnun.Ólafur segir að það sé þó ekkert gleðiefni hvernig það atvikaðist að ríkið tók yfir byggingu og rekstur hússins.„Hrunið á Íslandi fékk mjög á mig og ég tek raunir Íslendinga mjög nærri mér. Það er ljóst að fólk þarf að venjast tilhugsuninni um að lífið verður öðruvísi héðan í frá. En við verðum líka að horfa fram á veginn. Ég held að við eigum engra kosta völ en að reyna að gera það besta úr því sem við höfum."Hann telur líka mikilvægt að þótt þeir sem höfðu frumkvæði að byggingu tónlistarhússins séu fallnir í ónáð eigi sú óánægja ekki að beinast að húsinu. „Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að takast á við af hreinskiptni. Staðan er sú að þeir sem byrjuðu á húsinu eru nú fallnir í ónáð; hataðir í raun og veru. En það breytir ekki því að Íslendinga hefur vantað tónlistarhús í hundrað ár. Miðað við gróskuna í tónlistarlífinu hér á landi er það brýn nauðsyn að mínu viti að fá tónlistarhús.Við verðum að sætta okkur við að þeir sem áttu frumkvæði að byggingunni eru ekki lengur vel liðnir. En það á ekki að koma í veg fyrir að við sjáum möguleika hússins. Gildi tónlistarhússins helgast af því, hvað við ætlum að gera við það og hvernig við notum það. Ef tónleikarnir, dagskráin og samkomurnar takast vel á það eftir að gegna farsælu og mikilvægu hlutverki fyrir þjóðina.Við eigum ekki að láta eins og það sem gerðist hafi ekki gerst. Hrunið er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Að hætta við tónlistarhúsið og rífa það niður breytir því ekki. Við eigum að reyna að gera það besta úr því. En það þýðir ekki að við þurfum að gleyma sögu þess og tilurð."
Innlent Menning Tengdar fréttir Ólafur Elíasson með sýningu ársins í Berlín Safnamenn í Berlín segja nýja sýningu Ólafs Elíassonar af þvílíkum gæðaflokki að hún hljóti að vera valin sýning ársins. 26. apríl 2010 15:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ólafur Elíasson með sýningu ársins í Berlín Safnamenn í Berlín segja nýja sýningu Ólafs Elíassonar af þvílíkum gæðaflokki að hún hljóti að vera valin sýning ársins. 26. apríl 2010 15:01