Verkefnalistinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. september 2010 06:00 Þingmannanefndin sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis gerir tugi tillagna um breytt vinnubrögð á Alþingi, í ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Nefndin vill sömuleiðis gera miklar breytingar á lagaumhverfi fjármálamarkaðarins, styrkja og bæta eftirlitsstofnanirnar og láta rannsaka betur ýmsa þætti tengda hruninu. Af umræðum á Alþingi í gær virtist sem samstaða gæti náðst um að rannsaka ekki aðeins lífeyrissjóði, sparisjóði og eftirlitsstofnanir, eins og nefndin leggur til, heldur jafnframt hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna, en margt bendir til að þar liggi rætur bankahrunsins að einhverju leyti. Á blaðsíðu sex í Fréttablaðinu í dag er birtur útdráttur úr tillögum og ályktunum þingmannanefndarinnar. Segja má að þetta sé listi verkefna, sem þarf að ráðast í til að koma Íslandi af stigi viðvaningsháttarins og hjárænunnar, sem átti sinn stóra þátt í að við réðum ekki við það áfall sem hin alþjóðlega fjármálakreppa var og lentum því í miklu alvarlegra efnahagshruni en flest önnur ríki. Listinn er býsna langur og sýnir að enn, tveimur árum eftir hrun, er gríðarlega mikið starf óunnið við að búa svo um hnútana að áfall á borð við bankahrunið geti ekki endurtekið sig. Ýmislegt hefur verið gert til að reyna að koma efnahagslífinu aftur á lappirnar og aðstoða þá sem verst urðu úti þegar bankakerfið og krónan hrundi. En engar raunverulegar kerfisumbætur hafa átt sér stað. Veikleikar íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu eru að sjálfsögðu ekki hin beina orsök bankahrunsins, en þeir komu ákaflega skýrt í ljós þegar kreppan reið yfir. Ef ekkert verður að gert, getur svo farið að við stöndum aftur í svipuðum sporum ef samfélagið verður fyrir öðru stóráfalli, sem getur orðið af einhverjum allt öðrum toga en fjármálakreppan. Þess vegna dugar ekki að einblína á fjármálamarkaðinn og regluverk hans; það þarf að fara rækilega ofan í saumana á því hvernig íslenzka stjórnkerfið virkar. Verkefnalistann ættu Alþingi og ríkisstjórn að setja fram með skýrum og skilmerkilegum hætti og gera almenningi grein fyrir því með reglulegu millibili hvernig gengur að hrinda verkefnunum í framkvæmd; hvað er búið, hvað er í vinnslu og hvað er ógert. Listanum ætti sömuleiðis að fylgja býsna ýtarleg tímaáætlun um það í hvaða röð á að framkvæma verkefnin. Það hrökk út úr forsætisráðherranum í samtölum við fréttamenn um síðustu helgi að þingmannanefndin hefði verið sett á laggirnar til að róa almenning. Nú stendur mikill styr um tillögur meirihluta nefndarinnar um að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Hugsanlega myndi það róa einhvern að sjá þessum einstaklingum refsað. Það ætti þó að róa miklu fleiri að sjá að verið sé að vinna markvisst og skipulega, í breiðri pólitískri sátt, að því að renna styrkari stoðum undir aga og stöðugleika í pólitík, stjórnsýslu og efnahagslífi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Þingmannanefndin sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis gerir tugi tillagna um breytt vinnubrögð á Alþingi, í ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Nefndin vill sömuleiðis gera miklar breytingar á lagaumhverfi fjármálamarkaðarins, styrkja og bæta eftirlitsstofnanirnar og láta rannsaka betur ýmsa þætti tengda hruninu. Af umræðum á Alþingi í gær virtist sem samstaða gæti náðst um að rannsaka ekki aðeins lífeyrissjóði, sparisjóði og eftirlitsstofnanir, eins og nefndin leggur til, heldur jafnframt hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna, en margt bendir til að þar liggi rætur bankahrunsins að einhverju leyti. Á blaðsíðu sex í Fréttablaðinu í dag er birtur útdráttur úr tillögum og ályktunum þingmannanefndarinnar. Segja má að þetta sé listi verkefna, sem þarf að ráðast í til að koma Íslandi af stigi viðvaningsháttarins og hjárænunnar, sem átti sinn stóra þátt í að við réðum ekki við það áfall sem hin alþjóðlega fjármálakreppa var og lentum því í miklu alvarlegra efnahagshruni en flest önnur ríki. Listinn er býsna langur og sýnir að enn, tveimur árum eftir hrun, er gríðarlega mikið starf óunnið við að búa svo um hnútana að áfall á borð við bankahrunið geti ekki endurtekið sig. Ýmislegt hefur verið gert til að reyna að koma efnahagslífinu aftur á lappirnar og aðstoða þá sem verst urðu úti þegar bankakerfið og krónan hrundi. En engar raunverulegar kerfisumbætur hafa átt sér stað. Veikleikar íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu eru að sjálfsögðu ekki hin beina orsök bankahrunsins, en þeir komu ákaflega skýrt í ljós þegar kreppan reið yfir. Ef ekkert verður að gert, getur svo farið að við stöndum aftur í svipuðum sporum ef samfélagið verður fyrir öðru stóráfalli, sem getur orðið af einhverjum allt öðrum toga en fjármálakreppan. Þess vegna dugar ekki að einblína á fjármálamarkaðinn og regluverk hans; það þarf að fara rækilega ofan í saumana á því hvernig íslenzka stjórnkerfið virkar. Verkefnalistann ættu Alþingi og ríkisstjórn að setja fram með skýrum og skilmerkilegum hætti og gera almenningi grein fyrir því með reglulegu millibili hvernig gengur að hrinda verkefnunum í framkvæmd; hvað er búið, hvað er í vinnslu og hvað er ógert. Listanum ætti sömuleiðis að fylgja býsna ýtarleg tímaáætlun um það í hvaða röð á að framkvæma verkefnin. Það hrökk út úr forsætisráðherranum í samtölum við fréttamenn um síðustu helgi að þingmannanefndin hefði verið sett á laggirnar til að róa almenning. Nú stendur mikill styr um tillögur meirihluta nefndarinnar um að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Hugsanlega myndi það róa einhvern að sjá þessum einstaklingum refsað. Það ætti þó að róa miklu fleiri að sjá að verið sé að vinna markvisst og skipulega, í breiðri pólitískri sátt, að því að renna styrkari stoðum undir aga og stöðugleika í pólitík, stjórnsýslu og efnahagslífi á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun