Golf

Björgvin vann eftir bráðabana

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Björgvin í Eyjum um helgina.
Björgvin í Eyjum um helgina. Mynd/Stefán Garðarsson

Björgvin Sigurbergsson úr GK vann fyrsta stigamót GSÍ-mótaraðarinnar eftir umspil við Kristján Þór Einarsson úr GKj. Þeir spiluðu báðir á 138 höggum eða á tveimur undir pari. 

Ólafur B. Loftsson leiddi mest allt mótið í karlaflokki en á 16 braut sló hann þremur boltum út af velli og endaði þá holu á 11 höggum, það má því segja að ævintýrið frá Íslandsmótinu í höggleik 2008 hafi endurtekið sig.

Að loknum 36 holum voru þeir Björgvin og Kristján Þór jafnir og þurfti því bráðabana til að ná fram úrslitum.

Þar hafði Björgvin betur og fagnaði því sigri.

Í þriðja til sjötta sæti urðu Rúnar Arnórsson GK, Arnar Snær Hákonarson GR, Hlynur Geir Hjartarson GK og Ólafur B. Loftsson NK, allir á 140 höggum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×