Körfubolti

Hvar er Grindavíkurhjartað?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá kvennaliði Grindavíkur.
Úr leik hjá kvennaliði Grindavíkur.

Á heimasíðu Grindavíkur má finna áhugaverðan pistil eftir Ólaf Þór Jóhannesson sem er fyrrum stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur sem og fyrrum varaformaður KKÍ.

Svo gæti farið að leggja þurfi niður kvennalið Grindavíkur í körfubolta þar sem sterkustu leikmenn liðsins ætla að róa á önnur mið.

Það er Ólafur afar ósáttur við og hann telur stelpurnar skulda bæjarbúum betri ástæðu fyrir því af hverju þær æti að fara.

Ólafur segir meðal annars í pistli sínum:

"Ég spyr enn og aftur.  Hvar er GRINDAVÍKURHJARTAÐ?  Skulda þessar stúlkur ekki félaginu, fyrirtækjum og bæjarbúum sem hafa styrkt þær haldbærari skýringu á því af hverju þær stökkva frá borði nú?  Er félagið ekki að standa sig?  Er þjálfarinn ekki nógu góður?  Þessir aðilar verða að fá að vita hvað þeir geta gert betur í framtíðinni svo þeir lendi ekki í svona hremmingum aftur.  Hafi þeir gert mistök verða þeir að fá að vita það til að læra af þeim.

Ég vil að lokum skora á stúlkurnar að hlusta aðeins og athuga hvort Grindavíkukrhjartað slær ekki enn einhvers staðar þarna á bak við og koma aftur áður en það er of seint og skaðinn er skeður."

Hægt er að lesa pistilinn í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×