Fótbolti

OB heldur í við toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu góðan sigur á Silkeborg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Rúrik lék allan leikinn í liði OB en liðið er nú þremur stigum á eftir toppliði FC Kaupmannahafnar sem á reyndar leik til góða.

Einnig var leikið í Noregi og Svíþjóð í dag.

Viking vann 2-0 sigur á Stabæk þar sem að Indriði Sigurðsson og Stefán Gíslason léku allan leikinn í hjarta varnar fyrrnefnda liðsins.

Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn hjá Stabæk og Veigar Páll Gunnarsson, sem hefur átt við meiðsli að stríða, kom inn á sem varamaður á 61. mínútu.

Viking er í sjöunda sæti deildarinnar með ellefu stig og Stabæk í því ellefta með níu.

Þá gerði IFK Gautaborg óvænt jafntefli við botnlið Åtvidaberg á útivelli í dag, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn í síðarnefnda liðinu.

IFK Gautaborg er í tíunda sæti deildarinnar með níu stig eftir átta leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×