Körfubolti

NBA: Lakers steinlá á heimavelli gegn Bucks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe höndlaði mótlætið illa í nótt. Hann labbar hér af velli eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur og þar sem frían passa í sturtu.
Kobe höndlaði mótlætið illa í nótt. Hann labbar hér af velli eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur og þar sem frían passa í sturtu.

Leikmenn LA Lakers virtust vera komnir í jólafrí í nótt er þeir tóku á móti Milwaukee Bucks í Staples Center. Leikmenn Lakers voru meðvitundarlausir í leiknum og steinlágu.

Fimm leikja sigurganga Lakers því á enda og þetta var fyrsti sigur Milwaukee á Lakers í sjö leikjum. Earl Boykins var sterkur með 22 stig. John Salmon bætti 20 við.

Kobe Bryant var ólíkur sjálfum sér en hann mætti meira að segja of seint á völlinn. Kobe lét sér nægja 21 stig í nótt. Kobe var hundfúll eftir leik og gaf ekki kost á viðtali.

"Við hefðum getað tapað fyrir hvaða liði sem er í NBA-deildinni í þessum leik. Við hefðum líklega tapað gegn háskólaliðum. Við eigum að vera reyndari en þetta og klára svona verkefni," sagði Andrew Bynum eftir leikinn.

Úrslit næturinnar:

Charlotte-Oklahoma  81-99

Orlando-Dallas  99-105

Chicago-Philadelphia  121-76

Memphis-NJ Nets  94-101

Sacramento-Golden State  109-117

LA LAkers-Milwaukee  79-98

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×