Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:30 Heather Ezell. Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira