Hvernig samfélag viljum við sjá? 21. október 2010 06:00 Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun