Breiðablik tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti skoska liðinu Motherwell í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Sigurmark Motherwell kom eftir rúmlega klukkutíma leik. Þetta var fyrsti Evrópuleikurinn í sögu Breiðabliks.
Ross Forbes skoraði eina mark leiksins af löngu færi á 63. mínútu eftir stutta hornspyrnu en skoska liðið var þá búið að fá nokkrar hornspyrnur í röð.
Samkvæmt tölfræði á BBC voru Skotarnir með boltann 57 prósent af leiknum og áttu ellefu skot gegn sex skotum Blika.
Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvellinum eftir viku og eiga Blikar eftir þetta nauma tap enn ágæta möguleika á að komast áfram í 3. umferðina.
Blikar töpuðu 1-0 á móti Motherwell í Skotlandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
