Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 22:42 Pavel Ermolinskij var flottur í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira