Umfjöllun: KR-stúlkur unnu Hauka sannfærandi í fyrsta leik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. mars 2010 20:55 Unnur Tara Jónsdóttir lék mjög vel með KR á móti sínum gömlu félögum. Mynd/Valli KR sigraði Hauka sannfærandi, 78-47, í fyrsta einvígi liðanna í undanúrslitum Iceland-Express deildar kvenna í körfubolta. Haukarnir sáust ekki fyrstu tvo leikhlutana en unnu sig svo inn í leikinn en það reyndist ekki nóg og sigurinn heimastúlkna. Það var mikil stemning í KR-liðinu strax frá upphafi leiks. Haukastúlkur höfðu engin svör og það var aðeins eitt lið í húsinu. KR stúlkur spiluðu glimrandi sóknarleik og frábæran varnarleik. KR-liðið skoraði fyrstu þrettán stig leiksins í kvöld sem undirstrikar eflaust það sem stendur hér fyrir ofan að aðeins eitt lið hafi mætt til leiks í kvöld. Eftir margar tilraunir án árangurs, sóttu loks Haukastelpurnar sín fyrstu stig en það var eftir fimm mínútna leik. Það dugði skammt og KR-ingar héldu áfram að spila vel. Það var enn auglýst eftir Hauka-liðinu eftir fyrsta leikhluta en staðan þá, 24-4, heimastúlkum í vil. Leikurinn breyttist þegar annar leikhluti hófst. Hauka-liðið vaknaði og fór að spila betri varnarleik en það dugði skammt og staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 36-19. Unnur Jónsdóttir, leikmaður KR, í banastuði með 16 stig, aðeins þremur stigum minna en allt Hauka-liðið til samans. Í þriðja leikhluta voru tvö lið farin að keppa inn á vellinum. Haukastúlkur funndu loksins leið að körfunni og um leið missti KR-liðið tökin á leiknum. Það var allt annað sjá Haukastúlkur eftir leikhléið og greinilegt að Henning Henningsson, þjálfari liðsins, hefur lesið vel yfir leikmönnum sínum. Þær náðu að minnka muninn minnst niður í sex stig en KR svöruðu undir lokin á þriðja leikhluta. Staðan fyrir loka leikhlutann 49-41 og skyndilega stemningin Hauka megin í húsinu. Heimastúlkur voru ekki tilbúnir að láta sigurinn af hendi eftir að hafa átt fyrstu tvo leikhlutana algjörlega. Þær svöruðu með flottum sóknarleik í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Þær funndu stemninguna aftur og komu til baka. Lokatölur sem fyrr segir, 78-48, í DHL-höllinni í kvöld. Unnur Jónsdóttir var stigahæst í liði KR með 24 stig en Heather Ezell var stigahæst í liði gestanna með 15 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Sjá meira
KR sigraði Hauka sannfærandi, 78-47, í fyrsta einvígi liðanna í undanúrslitum Iceland-Express deildar kvenna í körfubolta. Haukarnir sáust ekki fyrstu tvo leikhlutana en unnu sig svo inn í leikinn en það reyndist ekki nóg og sigurinn heimastúlkna. Það var mikil stemning í KR-liðinu strax frá upphafi leiks. Haukastúlkur höfðu engin svör og það var aðeins eitt lið í húsinu. KR stúlkur spiluðu glimrandi sóknarleik og frábæran varnarleik. KR-liðið skoraði fyrstu þrettán stig leiksins í kvöld sem undirstrikar eflaust það sem stendur hér fyrir ofan að aðeins eitt lið hafi mætt til leiks í kvöld. Eftir margar tilraunir án árangurs, sóttu loks Haukastelpurnar sín fyrstu stig en það var eftir fimm mínútna leik. Það dugði skammt og KR-ingar héldu áfram að spila vel. Það var enn auglýst eftir Hauka-liðinu eftir fyrsta leikhluta en staðan þá, 24-4, heimastúlkum í vil. Leikurinn breyttist þegar annar leikhluti hófst. Hauka-liðið vaknaði og fór að spila betri varnarleik en það dugði skammt og staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 36-19. Unnur Jónsdóttir, leikmaður KR, í banastuði með 16 stig, aðeins þremur stigum minna en allt Hauka-liðið til samans. Í þriðja leikhluta voru tvö lið farin að keppa inn á vellinum. Haukastúlkur funndu loksins leið að körfunni og um leið missti KR-liðið tökin á leiknum. Það var allt annað sjá Haukastúlkur eftir leikhléið og greinilegt að Henning Henningsson, þjálfari liðsins, hefur lesið vel yfir leikmönnum sínum. Þær náðu að minnka muninn minnst niður í sex stig en KR svöruðu undir lokin á þriðja leikhluta. Staðan fyrir loka leikhlutann 49-41 og skyndilega stemningin Hauka megin í húsinu. Heimastúlkur voru ekki tilbúnir að láta sigurinn af hendi eftir að hafa átt fyrstu tvo leikhlutana algjörlega. Þær svöruðu með flottum sóknarleik í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Þær funndu stemninguna aftur og komu til baka. Lokatölur sem fyrr segir, 78-48, í DHL-höllinni í kvöld. Unnur Jónsdóttir var stigahæst í liði KR með 24 stig en Heather Ezell var stigahæst í liði gestanna með 15 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Sjá meira