Alonso: Allir eiga enn möguleika 1. apríl 2010 14:12 Alonso lenti í klandri í síðustu keppni, þegar Jenson Button og Michael Schumacher rákust saman og lentu á Alonso. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso telur að fjöldi ökumanna eigi möguleika á titlinum, en hann og Jenson Button hafa unnu tvö fyrstu mót ársins. Alonso er efstur að stigum með 37 stig, Felipe Massa er með 33 og Jenson Button 31. "McLaren, Red Bull og Mercedes eru okkar aðal keppinautar, en við munum sjá síðar á árinu hvaða átta ökumenn eru í keppni um titilinn. Mercedes er ekki eins fljótur bíll og Red Bull og Ferrari, en Nico Rosberg og Michael Schumacher verða sterkir fyrr eða síðar, kannski í Kína eða Barcelona", sagði Alonso á vefsíðu Autosport, hann er í Sepang fyrir mót sem verður um páskana. "Red Bull menn eru þeir sem eru trúlega sterkastir í augnablikinu, en þeir hafa þó ekki náð fullkominni helgi enn sem komið er. Þegar það gerist gert þeir orðið í fyrsta og öðru sæti, þannig að við megum ekki slaka á og verðum sífellt að bæta bílinn, ekki síst þar sem ég býst við McLaren og Mercedes í baráttunni:" "Síðasta keppni var skemmtun fyrir alla og bíll minn var snar í snúningum, þannig að ég gat tekið framúr eftir að hafa fallið niður listann í upphafi. Fjórða sætið var góður árangur fyrir liðið og ég var ánægður með það. Ég tapaði möguleika á sigri eftir að hafa snúist í upphafi, en útkoman var góð fyrir meistaramótið", sagði Alonso. Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso telur að fjöldi ökumanna eigi möguleika á titlinum, en hann og Jenson Button hafa unnu tvö fyrstu mót ársins. Alonso er efstur að stigum með 37 stig, Felipe Massa er með 33 og Jenson Button 31. "McLaren, Red Bull og Mercedes eru okkar aðal keppinautar, en við munum sjá síðar á árinu hvaða átta ökumenn eru í keppni um titilinn. Mercedes er ekki eins fljótur bíll og Red Bull og Ferrari, en Nico Rosberg og Michael Schumacher verða sterkir fyrr eða síðar, kannski í Kína eða Barcelona", sagði Alonso á vefsíðu Autosport, hann er í Sepang fyrir mót sem verður um páskana. "Red Bull menn eru þeir sem eru trúlega sterkastir í augnablikinu, en þeir hafa þó ekki náð fullkominni helgi enn sem komið er. Þegar það gerist gert þeir orðið í fyrsta og öðru sæti, þannig að við megum ekki slaka á og verðum sífellt að bæta bílinn, ekki síst þar sem ég býst við McLaren og Mercedes í baráttunni:" "Síðasta keppni var skemmtun fyrir alla og bíll minn var snar í snúningum, þannig að ég gat tekið framúr eftir að hafa fallið niður listann í upphafi. Fjórða sætið var góður árangur fyrir liðið og ég var ánægður með það. Ég tapaði möguleika á sigri eftir að hafa snúist í upphafi, en útkoman var góð fyrir meistaramótið", sagði Alonso.
Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira