Guðlast? Ögmundur Jónasson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun