Að gera illt verra Þórólfur Matthíasson skrifar 16. október 2010 06:00 Stjórn samtaka sem kenna sig við hagsmuni heimilanna hefur tekið sér umboð til að krefjast flatrar niðurfærslu húsnæðislánanna. Rökin eru að lagfæra þurfi laskaða efnahagsreikninga heimilanna í landinu. Þetta gerist á sama tíma og nokkur hluti heimila á í svo miklum og illleysanlegum greiðsluvanda. Tvennt er við framgöngu þessara talsmanna heimilanna að athuga. Í fyrsta lagi myndi sú aðgerð sem þeir leggja til duga þeim skammt sem eru í mestum vanda. Því fólki verður að mæta með sértækum úrræðum, afskriftum lána eða öðrum róttækum lausnum hvað svo sem líður almennri niðurfærslu lána. Í öðru lagi eru meiri líkur en minni á að aðgerðin skaði efnahagsreikninga heimilanna. Hafa ber í huga að efnahagsreikningur heimilis er mun óræðari stærð en efnahagsreikningur fyrirtækis. Forráðamenn heimilis sjá mjög ófullkomna útgáfu af efnahagsreikningi þess þegar þau ganga frá skattaskýrslunni þess. Á eignahlið kemur fram verðmæti efnislegra eigna á borð við húsnæði og bifreiðar, sumarbústaði og annað fastafé. Á skuldahlið kemur fram verðmæti þeirra krafna sem fjármálastofnanir eiga á viðkomandi. Einnig kröfur Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Upplýsingarnar um eignirnar eru mjög ófullkomnar. Verðmat eignanna er afar ónákvæmt eins og hver einasti bifreiðareigandi veit. En verra er þó að tveir langstærstu eignarliðir hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu eru ekki tilgreindir á skattaskýrslunni. Þetta eru tekjuöflunargeta einstaklingsins (hreinn mannauður) eða fjölskyldunnar annars vegar og lífeyrisréttur hins vegar. Verðmæti mannauðsins hleypur líklega á bilinu 25 til 75 milljónir króna á mann! Sú aðgerð sem hin svokölluðu hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á felur í sér lækkun á skuldum heimilanna. Afleiðing niðurfærslunnar kæmi fram sem lækkun á eignum lífeyrissjóðanna sem aftur kæmi fram sem lækkun á lífeyrisskuldbindingum. Jafnframt myndi staða Íbúðalánasjóðs versna og ríkissjóður yrði að leggja honum til aukið fjármagn. Hugsanlega myndu eigendur Íslandsbanka og Arion banka einnig gera kröfu á ríkissjóð. Þessum fjárkröfum myndi ríkissjóður mæta með því að hækka skatta eða draga úr umsvifum. Ef bankarnir fá ekki bætur úr ríkissjóði þurfa þeir að auka vaxtamun. Hvaða leið sem yrði farin af hálfu ríkissjóðs og fjármálastofnana yrði ekki komist hjá neikvæðum áhrifum á ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem upprunalega átti að bæta. Sagt með öðrum orðum: Tekjuöflunarmöguleikar heimilanna og mannauður þeirra myndi minnka. Flöt niðurfærsla húsnæðislána myndi því ekki aðeins lækka skuldir heimilanna, hún myndi einnig hafa mikil neikvæð áhrif á eignahliðinni. Efalítið yrði staða sumra heimila örlítið skárri eftir niðurfærslu en var áður. En fyrir mörg önnur heimili yrði niðurstaðan neikvæð. Flöt niðurfærsla húsnæðislána er því ekki fallin til að bæta stöðu heimilanna í landinu, þvert á móti. Og eftir stæði að vandi þeirra heimila sem ekki geta greitt af skuldum sínum nú væri enn óleystur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Stjórn samtaka sem kenna sig við hagsmuni heimilanna hefur tekið sér umboð til að krefjast flatrar niðurfærslu húsnæðislánanna. Rökin eru að lagfæra þurfi laskaða efnahagsreikninga heimilanna í landinu. Þetta gerist á sama tíma og nokkur hluti heimila á í svo miklum og illleysanlegum greiðsluvanda. Tvennt er við framgöngu þessara talsmanna heimilanna að athuga. Í fyrsta lagi myndi sú aðgerð sem þeir leggja til duga þeim skammt sem eru í mestum vanda. Því fólki verður að mæta með sértækum úrræðum, afskriftum lána eða öðrum róttækum lausnum hvað svo sem líður almennri niðurfærslu lána. Í öðru lagi eru meiri líkur en minni á að aðgerðin skaði efnahagsreikninga heimilanna. Hafa ber í huga að efnahagsreikningur heimilis er mun óræðari stærð en efnahagsreikningur fyrirtækis. Forráðamenn heimilis sjá mjög ófullkomna útgáfu af efnahagsreikningi þess þegar þau ganga frá skattaskýrslunni þess. Á eignahlið kemur fram verðmæti efnislegra eigna á borð við húsnæði og bifreiðar, sumarbústaði og annað fastafé. Á skuldahlið kemur fram verðmæti þeirra krafna sem fjármálastofnanir eiga á viðkomandi. Einnig kröfur Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Upplýsingarnar um eignirnar eru mjög ófullkomnar. Verðmat eignanna er afar ónákvæmt eins og hver einasti bifreiðareigandi veit. En verra er þó að tveir langstærstu eignarliðir hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu eru ekki tilgreindir á skattaskýrslunni. Þetta eru tekjuöflunargeta einstaklingsins (hreinn mannauður) eða fjölskyldunnar annars vegar og lífeyrisréttur hins vegar. Verðmæti mannauðsins hleypur líklega á bilinu 25 til 75 milljónir króna á mann! Sú aðgerð sem hin svokölluðu hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á felur í sér lækkun á skuldum heimilanna. Afleiðing niðurfærslunnar kæmi fram sem lækkun á eignum lífeyrissjóðanna sem aftur kæmi fram sem lækkun á lífeyrisskuldbindingum. Jafnframt myndi staða Íbúðalánasjóðs versna og ríkissjóður yrði að leggja honum til aukið fjármagn. Hugsanlega myndu eigendur Íslandsbanka og Arion banka einnig gera kröfu á ríkissjóð. Þessum fjárkröfum myndi ríkissjóður mæta með því að hækka skatta eða draga úr umsvifum. Ef bankarnir fá ekki bætur úr ríkissjóði þurfa þeir að auka vaxtamun. Hvaða leið sem yrði farin af hálfu ríkissjóðs og fjármálastofnana yrði ekki komist hjá neikvæðum áhrifum á ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem upprunalega átti að bæta. Sagt með öðrum orðum: Tekjuöflunarmöguleikar heimilanna og mannauður þeirra myndi minnka. Flöt niðurfærsla húsnæðislána myndi því ekki aðeins lækka skuldir heimilanna, hún myndi einnig hafa mikil neikvæð áhrif á eignahliðinni. Efalítið yrði staða sumra heimila örlítið skárri eftir niðurfærslu en var áður. En fyrir mörg önnur heimili yrði niðurstaðan neikvæð. Flöt niðurfærsla húsnæðislána er því ekki fallin til að bæta stöðu heimilanna í landinu, þvert á móti. Og eftir stæði að vandi þeirra heimila sem ekki geta greitt af skuldum sínum nú væri enn óleystur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun