Ögmundur Jónasson : ASÍ: Icesave er stóriðjustefna Ögmundur Jónasson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun