FH og KR mætast í bikarúrslitlaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 18.00 á laugardaginn og þar sem liðin spila í búningum í sömu litum þurfa KR-ingar að spila í varabúningi sínum í leiknum.
FH-ingar er skráðir sem heimalið og munu vera í sínum hvítu treyjum og svörtu buxum en KR-ingar mæta aftur á móti í appelsínugulum treyjum og hvítum buxum.
Þetta verður fyrsta sinn í sextán bikarúrslitaleikjum KR-inga (þar af einn hjá b-liðinu 1968) þar sem þeir mæta ekki svart-hvítir til leiks.
Króatía
Ísland