Innlent

Við jökul þegar gos hófst

Hreinn Óskarsson (til vinstri) náði að snúa við hópi ferðamanna rétt áður en gos hófst.
Hreinn Óskarsson (til vinstri) náði að snúa við hópi ferðamanna rétt áður en gos hófst.

„Þau voru stödd undir Gígjökli þegar ég hringdi í þau og sagði þeim að snúa við. Þá var klukkan hálfeitt," segir Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga.

Hann sat við og útbjó umsóknir, en ætlaði eldsnemma í gærmorgun inn í Þórsmörk. Þar átti hann að hitta fólk til að vinna að stígagerð.

„Ég leit á tölvuna og sá að mikil skjálftavirkni var hafin undir jöklinum. Ég hringdi strax í þau og sagði þeim að snúa við, en þá voru þau stödd beint undir Gígjökli."

Hreinn segir þetta sýna hve tæknin sé orðin máttug.

„Ég sat heima með fartölvuna og varaði þau við gosi sem var að hefjast. Þau voru alveg við það en sáu náttúrulega ekkert í myrkrinu."

- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×