Handbolti

Sigurður Ari og félagar í Elverum náðu bronsinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ari Stefánsson lék með ÍBV áður en hann fór út til Noregs.
Sigurður Ari Stefánsson lék með ÍBV áður en hann fór út til Noregs. Mynd/Vilhelm
Sigurður Ari Stefánsson og félagar í Elverum urðu í 3. sæti í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 27-26 sigur á Øyestad í bronsleiknum í dag. Elverum tapaði 24-25 fyrir Runar í undanúrslitaleiknum í gær en úrslitahelgin fór öll fram í Drammen.

Sigurður Ari skoraði 4 mörk úr 9 skotum í bronsleiknum og var næstmarkahæstur í liði Elverum. Elverum var 14-12 undir í hálfleik en tryggði sér síðan sigurinn með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum.

Sigurður Ari skoraði 3 mörk úr 9 skotum í undanúrslitaleiknum á móti Runar en Runar spilar til úrslita á móti Fyllingen. Sigurður Ari var alls með 19 mörk í 4 leikjum í allri úrslitakeppninni eða 4,8 mörk að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×