Norskar húfur nefndar eftir Sigur Rós 10. desember 2010 12:00 Halldór Helgason var með Hoppipolla-húfu þegar hann vann til gullverðlauna á X-Games-mótinu í janúar. „Ég er mjög mikill aðdáandi Sigur Rósar og Jóns og nafnið er augljóslega vísun í lag hljómsveitarinnar,“ segir Petter Foshaug, stofnandi norska húfuframleiðandans Hoppipolla Headwear. Fyrirtækið var stofnað á árinu og er nefnt eftir lagi Sigur Rósar Hoppípolla af plötunni Takk.... sem kom út árið 2005. Lagið er eitt allra útbreiddasta lag hljómsveitarinnar og hefur verið notað í fjölmörgum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndastiklum. Lagið var til að mynda í stiklu Óskarsverðlaunamyndarinnar Slumdog Millionaire og í auglýsingum þátta David Attenborough, Planet Earth. Loks heyrðist lagið í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um björgun námuverkamannanna í Síle. Petter Foshaug er mikill Íslandsvinur og hefur sjö sinnum heimsótt landið. Brettakappinn Halldór Helgason kom Hoppipolla-húfunum rækilega á framfæri þegar hann var með eina á hausnum þegar hann vann til gullverðlauna í háloftaflokki bandaríska X-Games mótsins í janúar, sem er eitt stærsta mót sinnar tegundar í heiminum. „Vinsældir Halldórs hafa hjálpað mikið og við höfum verið á meðal mest seldu húfanna í flestum búðanna sem við dreifum í,“ segir Foshaug, en húfunum er dreift víða um Evrópu og alla leið til Kóreu. En nú eru strákarnir í Sigur Rós þekktir fyrir ást sína á lopahúfum, hafa þeir fengið sendar Hoppipolla-húfur? „Við erum komnir með dreifingaraðila á Íslandi og þeir ætluðu að kanna hvort það væri hægt að fá meðlimi Sigur Rósar til að nota húfurnar,“ segir Petter Foshaug. Íslandsvinir Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Ég er mjög mikill aðdáandi Sigur Rósar og Jóns og nafnið er augljóslega vísun í lag hljómsveitarinnar,“ segir Petter Foshaug, stofnandi norska húfuframleiðandans Hoppipolla Headwear. Fyrirtækið var stofnað á árinu og er nefnt eftir lagi Sigur Rósar Hoppípolla af plötunni Takk.... sem kom út árið 2005. Lagið er eitt allra útbreiddasta lag hljómsveitarinnar og hefur verið notað í fjölmörgum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndastiklum. Lagið var til að mynda í stiklu Óskarsverðlaunamyndarinnar Slumdog Millionaire og í auglýsingum þátta David Attenborough, Planet Earth. Loks heyrðist lagið í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um björgun námuverkamannanna í Síle. Petter Foshaug er mikill Íslandsvinur og hefur sjö sinnum heimsótt landið. Brettakappinn Halldór Helgason kom Hoppipolla-húfunum rækilega á framfæri þegar hann var með eina á hausnum þegar hann vann til gullverðlauna í háloftaflokki bandaríska X-Games mótsins í janúar, sem er eitt stærsta mót sinnar tegundar í heiminum. „Vinsældir Halldórs hafa hjálpað mikið og við höfum verið á meðal mest seldu húfanna í flestum búðanna sem við dreifum í,“ segir Foshaug, en húfunum er dreift víða um Evrópu og alla leið til Kóreu. En nú eru strákarnir í Sigur Rós þekktir fyrir ást sína á lopahúfum, hafa þeir fengið sendar Hoppipolla-húfur? „Við erum komnir með dreifingaraðila á Íslandi og þeir ætluðu að kanna hvort það væri hægt að fá meðlimi Sigur Rósar til að nota húfurnar,“ segir Petter Foshaug.
Íslandsvinir Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira