Andersen & Lauth í Top Model 10. júlí 2010 03:00 Heppileg tilviljun Gunnar Hilmarsson, eigandi Andersen & Lauth, sá hönnun sína í sjónvarpsþættinum America‘s Next Top Model. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta var í nýjasta þætti America's Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar," útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America's Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni. Vestið er úr haust/vetrarlínu fyrirtækisins sem kom út síðasta haust og segir Gunnar ávallt gaman þegar svona lagað gerist. „Þetta var ekki í gegnum okkur og við teljum að einhver stílistinn hafi líklega keypt vestið einhvers staðar því við lánuðum það ekki sjálf. Við erum enn ekki farin að selja vörur okkar eins skipulega í Bandaríkjunum og við gerum í Evrópu og því kemur það manni enn svolítið á óvart þegar ég sé fólk klæðast hönnun minni í Bandaríkjunum," segir Gunnar, en Fréttablaðið greindi frá því í desember í fyrra að sést hafi til söngkonunnar Gwen Stefani í flík frá Andersen & Lauth. Gunnar er um þessar mundir staddur í Miami ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hleður batteríin fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst. „Við notum mars, apríl og maímánuði í að teikna vorlínuna fyrir næsta ár. Svo kemur stutt hlé sem maður nýtir gjarnan í frí áður en maður hefur undirbúning fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst og standa fram á haust. Það er heilmikill undirbúningur sem fylgir slíkum sýningum og nóg að gera." - sm Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta var í nýjasta þætti America's Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar," útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America's Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni. Vestið er úr haust/vetrarlínu fyrirtækisins sem kom út síðasta haust og segir Gunnar ávallt gaman þegar svona lagað gerist. „Þetta var ekki í gegnum okkur og við teljum að einhver stílistinn hafi líklega keypt vestið einhvers staðar því við lánuðum það ekki sjálf. Við erum enn ekki farin að selja vörur okkar eins skipulega í Bandaríkjunum og við gerum í Evrópu og því kemur það manni enn svolítið á óvart þegar ég sé fólk klæðast hönnun minni í Bandaríkjunum," segir Gunnar, en Fréttablaðið greindi frá því í desember í fyrra að sést hafi til söngkonunnar Gwen Stefani í flík frá Andersen & Lauth. Gunnar er um þessar mundir staddur í Miami ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hleður batteríin fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst. „Við notum mars, apríl og maímánuði í að teikna vorlínuna fyrir næsta ár. Svo kemur stutt hlé sem maður nýtir gjarnan í frí áður en maður hefur undirbúning fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst og standa fram á haust. Það er heilmikill undirbúningur sem fylgir slíkum sýningum og nóg að gera." - sm
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira